Tilkynning um uppgjör HFF-bréfa


Hér með tilkynnist að ÍL-sjóður, sem útgefandi skuldabréfaflokkanna HFF150434 og HFF150644, hefur ákveðið að nýta sér heimild til uppgjörs í samræmi við lið (i) í grein 7.A í skilmálum bréfanna, sem samþykkt var að bættist við til bráðabirgða á fundi skuldabréfaeigenda þann 10. apríl 2025.

Uppgjör flokkanna mun fara fram 12. júní 2025 þar sem greitt verður fyrir bréfin með afhendingu þeirra eigna sem tilgreindar voru í tillögu fundarins. Nánari upplýsingar um verðmat uppgjörseigna verður birt áður en að uppgjöri kemur.

Uppgjör mun fara fram gagnvart eigendum bréfanna eins og eignarhald þeirra var skráð hjá verðbréfaskráningu í lok dags þann 3. júní 2025. Vakin er athygli á því að verði eigendaskipti á bréfunum eftir þann dag færast þau réttindi ekki með bréfunum heldur mun sá sem skráður var eigandi í verðbréfaskráningu á framangreindum degi fá afhentar eignir í uppgjörinu í samræmi við skilmála.


Recommended Reading