Landsbankinn hf.: Tilkynning um nýtingu innköllunarheimildar


Landsbankinn hf. tilkynnti í dag eigendum skuldabréfa í evrum á gjalddaga 2027 (ISIN: XS2679765037) um nýtingu innköllunarheimildar á grundvelli ákvæðis 5.7 í skilmálum skuldabréfanna. Útistandandi skuldabréf verða innkölluð að fullu þann 1. desember 2025.

Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu á Euronext Dublin (www.ise.ie) þar sem skuldabréfin eru skráð.

Þessi tilkynning er birt af Landsbankanum hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum.  Tilkynning þessi er gerð af Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsbankanum hf., í samræmi við upplýsingaskyldu Landsbankans hf. samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.


Recommended Reading